Fótum sínum á hann Hannes Hólmsteinn blessaður fjör að launa.

Það hafði verið sára lítið að gera á nýja barnum hans Kjartans þessa tvo síðustu mánuði eftir að hann hafði oppnað búlluna aftur.Í heila sex mánuði var lokað meðan sagir urguðu,hamarshöggin gullu,borar möluðu og allskyns tól og tæki gáfu frá sér undarleg hljóð og síendurtekinn brothljóð,bölv og ragn bergmáluðu um miðbæinn dag sem nótt.Hávaðinn var slíkur að Frúinn í Hamborg sölsaði um sig,seldi hálfan Skólavörðustíginn,flúði til Færeyja og baðst þar hælis sem pólutísk flótta kona.Henni var höfðinglega fagnað og Rassmuss í Götu beigði sig í duftið fyrir henni á meðan hann rétti henni væna flís af skerpukjöti.Rassmína stóð þarna álengdar svipljót mjög full af heift og afbrýði og kastaði að Frúnni vænum legg af Grindhval sem nær hafði fært Frúna yfir móðuna miklu.Ó Rassmuss,ó Rassmuss,tú ert gamal kjáni, sönglaði Rassmína og sveif á braut í stórbrotinni Vikivaka sveiflu.Öðlingurinn hann Geirmundur hefði roðnað af smán og stungið höfði sínu í sandinn hefði hann barið þessa sveiflu augum.Hvað um það,áfram hélt andlitslifting Kjartans bars og heilu bílfarmarnir af alls kyns prjáli og purpura,reykelsum og myrru voru borinn þar inn dag sem nótt." Sjálfstæðisflokknum sé lof og dýrð fyrir alla þessa iðnu ötulu Pólverja" hugsaði Kjartan,lagaði þverslaufuna og glotti út í annað.Ráðningaskrifstofur allra landa sameinis tautaði hann fyrir munni sér um leið og hann dustaði burtu vænan slatta af glimmeri sem hafði skotið rótum í hári hans.Síðann rann stóra stundinn upp að morgni síðasta laugadags í mars.Barinn til reiðu,búinn að fá nafnið Hálsakot og stundvíslega tólf á hádegi svipti Kjartann bleiku lakdulunni burt af veltiskiltinu framan við barinn þar sem rúllaði í sífellu fram og til baka bleikur grís og texti sem sagði." Þetta skot svo og það næsta og næsta er í boði Baugs"Kjartann stormaði inn og fann loks við illan leik barinn,hálf blindur af allri þessari ljósadýrð glimmeri og englahárum sem hann var nær búinn að hálf hengja sig í.Léttur í spori vippaði hann sér yfir barborðið og beið þess að búllan fylltist.Hann beið og beið og beið og í þrjár vikur viltist ekki sála þarna inn utan aldraða konukind sem óskaði honum til hamingju með nýja leikskólann.Fullur örvæntingar stóð Kjartann fysta dag fjórðu viku innan við barborðið og pússaði nýju glösinn í gríð og erg í Davíðs nafni í hundraðasta skiptið.Þegar hann var kominn að glasi tólfhundruð tuttugu og þrjú voru búlludyrnar skyndilega rifnar upp og inn ulltu þrír dvergar skálmuðu að barnum og pöntuðu sér þrjá Martini með ólifu.Stimamjúkur serist Kjartann í kringum þá og hver Martininn af öðrum hvarf ofan í þá,en ekki snertu þeir ólífurnar.Ekki kommst Kjartann hjá því að heyra á tal þeirra og meting og af sinni alkunnu samræðusnild gaf hann sig á tal við þá.Ég heyri,sagði hann að þið metist á um hver ykkar hafi minnstu hendur og fætur og tólið til að pissa með.Nú hafið þið aldeilsi heppnina með ykkur.Hérna hinu meginn við götuna er nefninlega skrifstaofa Guiness,ég er viss um að ef þið skreppið þangað og látið mæla komist þið strax í heimsmetabókina.Þeir störðu opinnmyntir á Kjartann orðlausir um stund þar til sá er minnstar hafði hendurnar sagði.Ég fer fyrstu sagði sá er minstar hafði hendurnar og með það rauk hann á dyr.Þremur mínótum seinna skaust hann aftur inn á barinn valhoppaði um gólfið veifaði höndunum  og í sigurvímu sagði hann.Þær voru mældar,það er skjalfest og ég kominn í bókina með minstu hendur í heimi.Hvað er að tarna,sagði sá er littlu fæturna hafði þaut út og fjórum mínótum seinna skoppaði hann aftur inn á barinn,skríkti og sagði.Húrra,ég var mældur líka kominn í bókina með minstu fætur í heimi.Kjartann glotti þreif hristarann og blandaði nýja Martíni án ólívanna að þessu sinni.Jæja far þú,sagði Kjartann við þann þriðja.Láttu mæla örðuna milli fóta þér og þú kemst strax í bókina,þið verðið þá orðnir heimsfrægir allir þrír.Sá þriðji tæmdi Martiniglasið í einum teyg og rauk á dyr.Það liðu fimm mínótur og aðrar fimm og enn aðrar fimm.Þá heyrðist hrollvekjandi öskur handan götunnar í dágóðastund og síðan liðu tuttugu mínótur í grafarþögn.Skyndilega var búlludyrunum svipt upp af slíkum krafti að önnur lömin gaf sig.Neðri kjálki Kjartans seig og seig og loksins gat hann stunið upp.Jæja þetta hefur þá gengið eins og í sögu,arðan þín er þá kominn á spjöld sögunar eða hvað.Nei ég held nú síður hvæsti sá þriðji út um abbað munnvikið.Ég lét þær mæla fimmtán sinnum og sama hvað ég er annar í röðinni það er einn minni þarna úti.Eldur brann úr augum hans um leið og hann reif í þverslaufu Kjartans dró hann að sér og sagði.Það er eins gott að þú sért með þetta á hreinu ólífunirfilinn þinn.Segðu mér nú tafarlaust hvar ég finn manngerpi að nafni Hannes Hólmsteinn Gissurarson hann ku víst vera í fyrsta sæti þannig að ég þarf að finna hann og það strax.Þegar þverslaufunni sleppti................  leið yfir Kjartan.!!!!!! Það síðasta sem hann mundi voru orð sem bermáluðu í höfði hans." Flýðu Hannes..flýðu..flýðu..flýðu."

                                                                          Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.Páll Price.

Hannes í heimsmetabók Guiness....húrra, húrra, húrra.

                       Hummmmmmmm..........hvað skildi svo mælingin hafa sýnt, varla sentimetra, eða hvað.Sennilega hefur verið notuð Micro smásjá.

                                                        

K.Páll Price., 26.7.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband