Æðsti embættismaður þjóðarinnar með tilfinningagreind undir frostmarki.

Svo þú ert loksins núna orðinn gramur herra Haarde. Hvað gerðist? Tapaðir þú fáeinum krónum í einhverjum af þessum ævintýrasjóðum bankanna?Er þetta það besta sem fyrirmynd þjóðarinnar getur gert? Falið sig á bak við siðblinda einstaklinga sem þú og fleiri færðuð auðæfi þjóðarinnar á silfur fati. Sátuð síðan sötrandi guð má vita hvað, geltuð eftirlitsstofnanir þjóðarinar hverja af fætur annari þegar þær fóru að hrófla við útssmognum vef svörtu ekkjunar.Tókuð sjálfir upp nál og tvinna og saumuðu saman þau göt sem tekist hafði að gera.Í skjóli frjálshyggju, einstaklingsframtaks og hvaða bull sem þetta stefnuleysi ykkar nefnist,horfðuð þið á maðkakös sem með tímanum fléttaðist saman í reypi er allaan tíman átti að vera veikt og þola lítið álag.Reipið var síðan látið bresta þegar síst skildi.Síðan ert þú gramur  og kennir ríkiskerfinu um.Nei þú og þeir er er axla áttu þá ábyrð kusuð að fyrra ykkur henni að öllu leyti heldur leggja vængi ykkar yfir þessa féttumeistara og segja þjóðinn ósatt trekk í trekk.Er þetta það besta og heiðarlegasta sem þú getur og villt gera?Er þér fyrirmunað að sjá sök þína og þinna koma heoðarlega fram og biðjast afsökunar á skiljanlegri Íslensku.Þú tíundar að árið verði erfitt sem það verður fyrir flestar skuldum vafnar fjölskyldur okkar.Hvað ætlar þú fram að færa okkur þegar fólk gefst upp sér enga leið út úr ógöngunum aðra en binda endi á líf sitt.Á hvern hátt ætlar þú þá að hvítþvo hendur þínar og samvisku sé hún yfir höfuð til staðar?Er þetta bara einn stór brandari í þínum augum er þér gjörsamlega fyrirmunað að sjá ábyrgðarleysi þitt í þessu máli og hvert þér hefur tekist að teyma þjóðina á skömmum tíma.Værri ég í þínum sporum  er ég stórlega efins í að mér kæmi blundu á brá um aldur og æfi.
mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband