Fátt eitt reynir eins mikið á mitt bágstadda taugakerfi og það að þurfa að versla annars lagið í stórmörkuðum. Einn óveðursdaginn fyrir skemmstu ákvað ég að leita skjóls í verslun bleika grísins á Laugaveginum einkum vegna þess að ísskápurinn minn innihélt aðeins hálft oststykki og botnfylli af smjöri í dós. Ég flúði þarna inn, ekki til á mér þurr þráður, greip einu lausu innkaupakerruna og fór að spássera um búðina.
Ég hef einu sinni á æfi minni farið í bjargsig og fuglagargið þar voru sem himneskir tónar miðað við hávaðann í þessari verslun. Þarna úði og grúði saman þeim mesta fjölda kvenna sem ég hef lengi séð og á öllum aldri. Ýmist stóðu þær saman með einn til tvo barnavagna á gangvegunum, að hnakkrífast um verð, dásama verð eða mæla með hinu og þessu. Æpandi og skrækjandi börn hlupu spretthlaup fram og aftur sveiflandi varningi sem krafist var að mamma keypti og einum tvisvar sinnu var ég hlaupinn um koll. Grátur og gnístran tanna heyrðist frá hverjum gangi fyrir sig og í nokkur skipti stríðsöskur sem sjálfur Tarzan hefði orðið stoltur af.
Örhægt en bítandi mjakaðist ég áfram og týndi af handahófi ofan í kerruna það sem mig vanhagaði um. Reyndar var henni stolið þrisvar sinnum af mér en ég er þrjóskur maður og fann hana því fljótlega aftur eftir mátulegar skammir frá viðkomandi. Þegar framar dró í verslunina og fystikisturnar nálguðust dró ögn úr hávaðanum en að sama skapi jókst hraðinn. Þegar sama konan hafði keyrt einum sex sinnum aftan á hælana á mér og mig dauðfarið að kenna til, sneri ég mér við og bað hana vinsamlegast að gæta að þessu. Það hnussaði í henni en ég benti henni góðfúslega á að ef hún hefði tekið eldavélina , frystikistuna, sófasettið og blómagrindina sína með hefði sennilega ekkert af þessu gerst. Hún leit á mig augum eins og ég væri alræmdasti fjöldamorðingi sögunar, svei mér þá ef ég var bara ekki á góðri leið með að verða það.
Ég ákvað að fá mér humar í matinn þegar að fiski frystikistuni var komið. Með arnaraugum skannaði ég yfir innihald hennar og viti menn þarna blasti við síðsti humarpakkinn. Ég greip eldsnöggt í hann en fann að togað var fast á móti. Ég togaði fastar en ekki lét pakkinn undan. Togað var þétt á móti. Þá leit ég upp. Glæsileg dökkhærð kona hélt um pakkann brosti og sagði síðan "Ég sá hann fyrst" Ég hélt nú ekki og um þetta þráttuðum við góða stund. Þá sagði sú dökkhærða og brosti heillandi. "Verðum við þá ekki að borða hann saman" Ég var búinn að fá nóg af þessari vitfyrru tók pakkann fékk henni símanúmmerið mitt og heimilisfang og sagði henni að humarinn yrði tilbúinn á slaginu átta um kvöldið. Ég greiddi fyrir vörurnar og hét að stíga aldrei fæti mínum hér inn oftar.
Á slaginu átta um kvöldið hringdi dyrabjallan mín og þarna stóð sú dökkhærða og brosti heillandi. Satt best að segja rak mig í rogastans. Við snæddum humarinn sem var meistaralega vel eldaður og skröfuðum um alla heima og geima. Þegar ég vaknaði morguninn eftir rak ég augun í miða á náttborðinu mínu sem á stóð. "Takk fyrir kornflexið þó humarinn hafi verið margfallt betri". Á borðinu lá líka rauð rós og spjald með símannúmmeri.
Hvort tveggja var raunverulegt.
Nýjustu færslur
- 18.1.2009 Vaki vaki vaskir menn.
- 17.1.2009 Æðsti embættismaður þjóðarinnar með tilfinningagreind undir f...
- 17.1.2009 Óreiðumenn.
- 16.1.2009 Þar kom að því að rödd Maddömunar hljómaði landshorna í milli.
- 16.1.2009 Kynlegir réttir.
- 16.1.2009 Svífum seglum þöndum.
- 15.1.2009 Trúin flytur fjöll.
- 15.1.2009 Jóla - hvað!!!!
- 15.1.2009 Leitið og þér munið finna.
- 13.1.2009 Nú er lag.
- 12.1.2009 Svartar Mömbur samanfléttaðar í haug....
- 12.1.2009 Þvílík endemis lákúra.
- 7.8.2007 Fjölskyldumálaráðuneyti.....löngu orðinn tímabær hlutur.
- 25.7.2007 Fótum sínum á hann Hannes Hólmsteinn blessaður fjör að launa.
- 24.7.2007 Af gyltunum skulið þér þekkja þá......
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.