Að standa frammi fyrir langvarandi alvarlegum veikindum er erfitt sérhverri manneskju sama hvaða þjóðfélagsstöðu hún gegnir.Ugglaust má ýmislegt telja upp og tíunda af stjórnmálaferli Ingibjargar sjálfsagt henni til lasts.Það á einfaldlega ekkert skylt við alvarleg veikindi hennar og við sem manneskjur ættum öll að hugsa hlýlega til hennar og biðja þess að hún komist yfir þennan erfiða hjalla.Þó leiðir okkar Ingibjargar fléttist ekki saman í stjórnmálum þá draga veikindi hennar ekki úr mannlegri reisn hennar slíkt getur enginn sjúkdómur gert.Leiðir okkar Ingibjargar lágu saman fyrir tilviljun fyrrir nokkrum árum og átti sú samleið ekkert skilt við stjórnmál þó hún væri þegar farinn að starfa á þeim vettvangi.Ég mynnist ætíð skilningsins,náungakærleika hennar,umhyggju og samúðar hennar með meðsystskinum sínum.Alla tíð síðan þá hef ég borið virðingu fyrir henni sem manneskju með gott hjartalag og heilsteyptar tilfinningar.Því bið ég alheimsandann að taka þig í fang sér og bera þig yfir erfiðustu hjallana og fara um þig læknandi höndum.Þú hefur bæði kjark,styrk og þor til að takast á við jafn erfið veikindi sem þessi.Settu vilja þinn í hendur hans og treystu honum án skilyrða og haltu fast í þína mannlegu reisn sem er mikil og þá mun allt fara vel.Sonum þínum svo og eiginmanni votta ég samúð mína á þessum erfiðleika tíma þínum og bið algóðan guð um blessun og bata þér til handa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.