Svartar Mömbur samanfléttaðar í haug....

Eitraðasta slanga veraldar er svarta Mamban sem finnst einungis í Afríku.Hún skríður hljóðlaust um kemur auga á bráð sína,skríður nær og stekkur á hana úr nokkra metra fjarðlægð.Bit hennar er banvænt og drepur á innan við 3 mín.Þegar þær eru ekki á veiðum flétta þær sig hver um aðra og eru sjálfsagt að ráða ráðum sínum.

Átroðinn ritskoðaður ruslpóstur í líki Mömbunar treðst inn um bréfalúgur okkar daglega og á hverri síðu er ögn af eitri þeirra svörtu nóg til að lama okkur.Fjölmiðlar okkar,ef fjölmiðla skildi kalla tönglast en á "Útrásarvíkingunum" er í raun voru hópur af "Útrásarmömbum" er héldu á veiðar þegar síst skildi og greiddu fjölskyldum landsins banahöggið.

Ágætt dæmi af einu af höggi þessarar slöngu var Ævintýrasjóður í Gamla Glitnir stofnaður af Jóni Ásgeiri syni stofnanda bleika grísins.Starfsmenn bankans réru lífróður í að sannfæra viðskiptamenn/konur í að setja allt sitt í þennan sjóð þar sem ávöxtun var svo góð.Margir létu blekkjast.Varðandi peningaaustur í þann sjóð kom þar þingmaður við sögu er ég nenni ekki að fara út í.Þegar svo eitrið fór að virka kom í ljós að ekki var til króna i sjóði þessum.

Þá siðblindu einstaklinga er fóru með stjórn þessara banka og flestra fyrirtækja hér i landi meðan fléttan stóð yfir á að sjálfsögðu að setja í farbann.Allt er þeir eiga á að sjálfsögðu að frysta og þingið ætti að ganga það langt að setja lög þar sem eiginkonur þeirra eru ekki heilagar kýr heldur jafn sekar.

Það er mál að linni og krafa okkar sem myndum þetta líðræði er sú að þetta fólk verði látið sæta ábyrgð og allt sem það á verði gert upptækt til að endurgreiða fjölskyldum okkar þann skaða sem orðið hefur.

Ágæt leið er að snúa sínum viðskiptum frá bleika grísnum og fyrirtækjum þeirra annað.Hvað með það þó það kosti ögn meiri krónur að versla við Krónuna og fyrirtæki tengd þeim.

Er ástæða til að fita þessa Pótintáta meira?Hafa þeir og fleiri ekki þegar valdið nægum skaða?

Það er ekki nóg að við sem þjóð mótmælum við verðum líka að framkvæma,Mömburnar eru horfnar með sína bráð en er nokkur ástæða að leyfa púkunum að fitna meira?


mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband