Meðbyr....eða mótbyr.

Fyrir fáeinum dögum datt inn um bréfalúguna hjá mér enn ein ruslpósturinn.Ég gluggaði í gegnum bunkan á leið út í tunnu þegar ég rak augun í einhvern byr auglýsa nánast frí lán.Ég henti 6 pappírssneplum en tók þennan inn með mér til aflestrar.Viti menn sparisjóðurinn Byr að lofa mér gulli,grænum skógum (sem þeir hafa verið iðnir við að eyða) og lánum sem ættu að mæta öllum mínum þörfum og sjálfsagt nautnum og á vöxtum sem væru svo lágir að varla væri hægt að prenta þá tölu.Hvað um það, ég er ekki mikið fyrir síma svo ég svona í ganni fyllti út umsókn um lán upp á nokkrar krónur og sendi rafrænt.Svar lét ekki á sér standa. "Þú hefur því miður ekki gefið okkur upp hverjir verða ábyrgðarmenn á láni þessu" Ég svaraði til baka og sagði að í títt nefndum bæklingi væri hvergi minnst á það og væri það krafa þeirra væri þessi pési þeirra hrein og klár fölsun og réttast væri að koma þessu máli á framfæri við Neytendasamtökin.Þessi sjálfsagt annars ágæti Sparisjóður sem auglýsir grimmt að státa af ánægðustu viðskiptavinunum í bankakerfinu síðustu 7 ár eða svo, hefur ekki enn séð sér færi á að svar tölvupóst mínum.Nú tek ég það fram að ég er fullkomlega ánægður með minn viðskiptabanka, hann er "my group" Tæki ég upp á þeim elliglöpum að fara að stofna til viðskipta við Sparisjóð hvað nafni sem hann nefnist held ég að greind mín, sem er annars ágæt, yrði á við Flórídaappelsínu.Eitt gæti þó breitt ákvörðun minni.Ef þessir svokölluðu "my group alsælu viðskiptavinir" þ.e.a.s Sparisjóðirnir sæu sóma sinn í því að gefa alla ársvexti af útlánum sínum til regnskógana í Brasilíu.....skal ég íhuga að ganga í ykkar grúppu.Þangað til vinn ég hörðum höndum að því að sannfæra fólk um að forða sé sem fyrst frá ykkur, grasið er einfaldlega grænna hinumeginn og betra, ekki þessi örvæntingafulla sviðna, dauða jörð sem þið reisið loftkastala ykkar á.

                                                                   Glory,glory halelúja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband